Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fim 14. mars 2024 10:33
Elvar Geir Magnússon
Gylfi segir að markmiðið sé að verða Íslandsmeistari með Val
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef aldrei orðið Íslandsmeistari og miðað við mannskapinn hjá Val þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að við berjumst um titilinn," segir Gylfi Þór Sigurðsson í fréttatilkynningu Vals.

Gylfi hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og ljóst að margir munu spá Val efsta sætinu í sumar eftir komu Gylfa.

„Ég þekki nokkra mjög vel í liðinu og er að kynnast öðrum betur. Þetta er flott blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og efnilegum strákum sem ég hlakka til þess að spila með."

„Ég er afskaplega ánægður með þá ákvörðun mína að ganga til liðs við Val sem er að mínu mati fyrirmyndar félag. Ég tel að leikstíll minn henti vel þeim fótbolta sem Valsliðið vill spila eftir að hafa æft með þeim að undanförnu. Mér hefur liðið vel frá því ég mætti á mína fyrstu æfingu og hér verður gott að vera."

„Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt. Umhverfið sem er boðið upp á hjá Val er mjög gott og á pari við það sem best gerist á norðurlöndunum. Svo hef ég bara góða tilfinningu fyrir klúbbnum og maður finnur að hér er mikill metnaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner