Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 18:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Ingi ráðinn verkefnastjóri knattspyrnudeildar hjá Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri knattspyrnudeildar hjá Grindavík.

Anton Ingi er 29 ára og hefur starfað sem þjálfari hjá Grindavík frá 2019. Hann mun áfram þjálfa 2. flokk karla hjá félaginu. Þá var hann þjálfari kvenna liðsins síðustu tvö ár og yfirþjálfari yngri flokka.

Í tilkynningu frá Grindavík segir: „Í sínu nýja hlutverki mun Anton Ingi hafa yfirumsjón með margvíslegum þáttum í rekstri knattspyrnudeildarinnar ásamt því að sjá um þjálfun 2.flokks karla. Hann mun vinna náið með stjórn deildarinnar og þjálfurum meistaraflokka karla og kvenna."

Grindavík leikur í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner