Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Gerum okkar besta til að koma með bikarinn heim
Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes.
Mynd: EPA
Alexander Isak er spenntur fyrir leiknum.
Alexander Isak er spenntur fyrir leiknum.
Mynd: EPA
Klukkan 16:30 á sunnudag verður úrslitaleikur deildabikarsins á Wembley þar sem Liverpool og Newcastle eigast við. Liverpool er ríkjandi deildabikarmeistari eftir sigur gegn Chelsea í fyrra.

Newcastle hefur ekki unnið stóran titil heima fyrir síðan 1955, þegar liðið vann FA-bikarinn.

„Við viljum gleðja stuðningsmennina. Við erum bjartsýnir og munum gera okkar besta til að koma með bikarinn heim. Ég tel að við séum með meira sjálfstraust þegar við lékum til úrslita fyrir tveimur árum, við erum með meiri reynslu. Það hafa orðið breytingar á leikmannahópnum en kjarninn er sá sami," segir Bruno Guimaraes, miðjumaður Newcastle.

Hann vitnar í 2-0 tap Newcastle gegn Manchester United í úrslitaleik deildabikarsins fyrir tveimur árum.

„Vonandi getum við náð fram okkar besta fótbolta á sunnudaginn því að á okkar bestu dögum erum við virkilega gott lið."

Markaskorarinn Alexander Isak spjallaði einnig við fjölmiðlamenn í dag í tilefni leiksins og segist vera í góðum gír fyrir leikinn.

„Staðan á mér er góð. Þetta hafa ekki veirð meiðsli heldur bara álag. Mér líður vel og er mjög spenntur fyrir þessum leik," segir Isak.
Athugasemdir
banner
banner