8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu halda áfram í kvöld. Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.
Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.
Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.
Guðmundur Steinarsson
Borussia Dortmund 2 - 0 Manchester City (Samanlagt 3-2)
Hélt að City mundi hafa meiri forystu fyrir seinni leikinn, en þetta er bara meira spennandi svona. Krafan hjá City um sigur í keppninni er mikil og það gæti sett aukið stress á leikmenn. Dortmund er að reyna bjarga tímabilinu með að komast sem lengst í keppninni. Mælir allt með sigri City en ég ætla að búast við því óvænta.
Liverpool 1 - 2 Real Madrid (Samanlagt 2-4)
Fannst Real taka Liverpool á bragði sem hefði átt að vera í hina áttina. Þetta verður brekka fyrir Liverpool og Anfield ekki beint verið sterkasti heimavöllurinn í ár. Held að þátttöku Liverpool sé lokið í ár.
Kristján Guðmundsson
Dortmund 1 - 3 Manchester City (Samanlagt 2-5) City tryggir sig áfram með öðrum sigri gegn Dortmund sem stóðu sig furðuvel í fyrri leiknum. Það eina sem getur komið í veg fyrir sigur City er Pep sjálfur ef hann ofhugsar leikinn fyrirfram.
Liverpool 1 - 2 Real Madrid (Samanlagt 2-4)
Spánverjarnir eru komnir í góða stöðu og láta hana ekki frá sér. Zidane teiknar upp leikkerfi fyrir kvöldið sem tryggir Real áfram og jafnvel nælir í sigur í þessum leik. Real nærast vel á skyndisóknum þessa dagana.
Fótbolti.net - Mate Dalmay
Dortmund 2 - 1 Man City (Samanlagt 3-3, Dortmund áfram)
Tveir einkar spennandi leikir í kvöld og pirrandi á Covid tímum að geta ekki stillt þeim upp í tvíhöfða, en UEFA computer says no það er óþarfi að reyna auka áhorf. Þetta mun enda 2-1 eftir 90 mínútur, framlengt og þar skorar Bellingham hinn ungi sigurmark og skýtur Dortmund áfram. Í sumar skrifar hann svo undir hjá United fyrst Ole gat ekki keypt Haaland né Sancho. Guardiola heldur áfram að vinna ekki Meistaradeildina með City liðið. Lokatölur 3-1 eftir framlengdan leik.
Liverpool 1 - 1 Real Madrid (2-3 samanlagt)
Í seinni leik kvöldsins sem er á sama tíma eru Poolarar að vonast eftir "magical Meistaradeildar night at Anfield". Það verða því miður engir töfrar, engir áhorfendur, Milner og inná og lokatölur 1-1. Liverpool pressar og pressar eftir að þeir leiða leikinn en ná ekki seinna markinu inn, Trent brýtur í loks leiks á Vilnius eftir skyndisókn og Real menn skora úr víti. Lokatölur úr einvíginu 2-4 fyrir Real.
Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 10
Fótbolti.net - 9
Kristján Guðmundsson - 6
Athugasemdir