Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. apríl 2021 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuchel vonast frekar til að mæta Real
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, mun horfa á leik Liverpoo og Real Madrid í kvöld.

Hann vonar að Real Madrid fari áfram og fyrir því er einföld ástæða.

Tuchel segir að það sé örðuvísi stemning að mæta liðum frá öðru landi í Meistaradeildinni.

„Heilt yfir er ég ekki hrifinn af því að mæta liði úr sömu deild í Meistaradeildinni, það er öðruvísi stemning. En það er það eina. Einvígið er langt í frá búið og ég mun horfa," sagði Tuchel í gær.

Real Madrid leiðir einvígið 3-1 en Liverpool „dugar" 2-0 sigur.
Athugasemdir
banner