Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 14. júní 2019 14:03
Sverrir Örn Einarsson
„Hátíðarstund fyrir okkur og stór dagur"
Haraldur með nýja völlinn og stúkuna í baksýn
Haraldur með nýja völlinn og stúkuna í baksýn
Mynd: Sverrir Örn Einarsson
Það verður mikið um dýrðir í Víkinni í kvöld þegar heimamenn í Víkingi taka á móti HK.

Leikurinn er vigsluleikur á nýjum og glæsilegum gervigrasvelli þeirra Víkinga. Fótbolti,net fór á stúfanna og spjallaði við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkings sem gaf sér tíma frá undirbúningi fyrir kvöldið fyrir stutt spjall.

„Þetta er gerbreyting á allri aðstöður fyrir okkur, félag sem er með þetta umfangsmikið unglingastarf og aðeins einn gervigrasvöll er oft mjög erfitt að koma öllu fyrir en þetta gefur okkur gríðarlega mikla möguleika," sagði Haraldur um hvað tilkoma nýja vallarins þýði fyrir Víking.

Eins og Haraldur sagði hefur oft verið erfitt að púsla saman æfingartímum og leikjum á svæði félagsins en væntanlega mun nýtingarhlutfall mannvirkja á svæðinu aukast til muna.

„Já, þessi völlur mun verða notaður að stærstum hluta í æfingar fyrir meistarflokkana og leiki en eins leiki yngri flokka og þá erum við með þessa aðstöðu sem stúkan er sem nýtist þá allt árið um kring og það er hreinlega bara frábært. Við losnum líka við þau vandamál sem við höfum átt við í Víkinni undanfarin ár að hér er heitt á sumrinn en það er ægilegur kuldapollur hérna yfir veturinn og grasið var oft seinna til hér en á öðrum völlum og menn muna nú eftir umræðunni í fyrra en nú verður hér iðagrænt allt árið um kring.“

Nú að þessum framkvæmdu loknum og þeim jákvæðu hliðum sem því fylgja. Hvað sjá Víkingar fyrir sér næst í framkvæmdamálum á svæði félagsins?

„Við erum í miklum viðræðum við borgina varðandi áframhaldandi stækkun á okkar svæði. Við fengum vilyrði fyrir landi hér á 100 ára afmæli félagsins 2008 og það er búið að teikna upp hugmyndir og gera skýrslu um þá framkvæmd og við sjáum til hvað verður.“

Vígsluleikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verða Víkingar með athöfn og skemmtun fyrir leik. Fréttaritari spurði því Harald. Verður einhverstaðar betra að vera en í Víkinni í kvöld?

„Ég stórefa það. Það verður hérna smá seremónía fyrir leikinn, borgarstjóri mun koma og vígja völlinn formlega þannig að ég hvet fólk að vera tímanlega, við vonumst eftir fullri stúku. Það er nú þegar 15 stiga hiti í Fossvoginum og þegar mælirinn sýnir 15 þá er það svona feels like 22 en ég skora á fólk og alla Víkinga sérstaklega og hverfisbúa að mæta, þetta verður hátíðarstund fyrir okkur og stór dagur,“
Sagði Haraldur að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner