Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   fös 14. júní 2019 14:03
Sverrir Örn Einarsson
„Hátíðarstund fyrir okkur og stór dagur"
Haraldur með nýja völlinn og stúkuna í baksýn
Haraldur með nýja völlinn og stúkuna í baksýn
Mynd: Sverrir Örn Einarsson
Það verður mikið um dýrðir í Víkinni í kvöld þegar heimamenn í Víkingi taka á móti HK.

Leikurinn er vigsluleikur á nýjum og glæsilegum gervigrasvelli þeirra Víkinga. Fótbolti,net fór á stúfanna og spjallaði við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkings sem gaf sér tíma frá undirbúningi fyrir kvöldið fyrir stutt spjall.

„Þetta er gerbreyting á allri aðstöður fyrir okkur, félag sem er með þetta umfangsmikið unglingastarf og aðeins einn gervigrasvöll er oft mjög erfitt að koma öllu fyrir en þetta gefur okkur gríðarlega mikla möguleika," sagði Haraldur um hvað tilkoma nýja vallarins þýði fyrir Víking.

Eins og Haraldur sagði hefur oft verið erfitt að púsla saman æfingartímum og leikjum á svæði félagsins en væntanlega mun nýtingarhlutfall mannvirkja á svæðinu aukast til muna.

„Já, þessi völlur mun verða notaður að stærstum hluta í æfingar fyrir meistarflokkana og leiki en eins leiki yngri flokka og þá erum við með þessa aðstöðu sem stúkan er sem nýtist þá allt árið um kring og það er hreinlega bara frábært. Við losnum líka við þau vandamál sem við höfum átt við í Víkinni undanfarin ár að hér er heitt á sumrinn en það er ægilegur kuldapollur hérna yfir veturinn og grasið var oft seinna til hér en á öðrum völlum og menn muna nú eftir umræðunni í fyrra en nú verður hér iðagrænt allt árið um kring.“

Nú að þessum framkvæmdu loknum og þeim jákvæðu hliðum sem því fylgja. Hvað sjá Víkingar fyrir sér næst í framkvæmdamálum á svæði félagsins?

„Við erum í miklum viðræðum við borgina varðandi áframhaldandi stækkun á okkar svæði. Við fengum vilyrði fyrir landi hér á 100 ára afmæli félagsins 2008 og það er búið að teikna upp hugmyndir og gera skýrslu um þá framkvæmd og við sjáum til hvað verður.“

Vígsluleikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verða Víkingar með athöfn og skemmtun fyrir leik. Fréttaritari spurði því Harald. Verður einhverstaðar betra að vera en í Víkinni í kvöld?

„Ég stórefa það. Það verður hérna smá seremónía fyrir leikinn, borgarstjóri mun koma og vígja völlinn formlega þannig að ég hvet fólk að vera tímanlega, við vonumst eftir fullri stúku. Það er nú þegar 15 stiga hiti í Fossvoginum og þegar mælirinn sýnir 15 þá er það svona feels like 22 en ég skora á fólk og alla Víkinga sérstaklega og hverfisbúa að mæta, þetta verður hátíðarstund fyrir okkur og stór dagur,“
Sagði Haraldur að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner