Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 14. júní 2019 14:03
Sverrir Örn Einarsson
„Hátíðarstund fyrir okkur og stór dagur"
Haraldur með nýja völlinn og stúkuna í baksýn
Haraldur með nýja völlinn og stúkuna í baksýn
Mynd: Sverrir Örn Einarsson
Það verður mikið um dýrðir í Víkinni í kvöld þegar heimamenn í Víkingi taka á móti HK.

Leikurinn er vigsluleikur á nýjum og glæsilegum gervigrasvelli þeirra Víkinga. Fótbolti,net fór á stúfanna og spjallaði við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkings sem gaf sér tíma frá undirbúningi fyrir kvöldið fyrir stutt spjall.

„Þetta er gerbreyting á allri aðstöður fyrir okkur, félag sem er með þetta umfangsmikið unglingastarf og aðeins einn gervigrasvöll er oft mjög erfitt að koma öllu fyrir en þetta gefur okkur gríðarlega mikla möguleika," sagði Haraldur um hvað tilkoma nýja vallarins þýði fyrir Víking.

Eins og Haraldur sagði hefur oft verið erfitt að púsla saman æfingartímum og leikjum á svæði félagsins en væntanlega mun nýtingarhlutfall mannvirkja á svæðinu aukast til muna.

„Já, þessi völlur mun verða notaður að stærstum hluta í æfingar fyrir meistarflokkana og leiki en eins leiki yngri flokka og þá erum við með þessa aðstöðu sem stúkan er sem nýtist þá allt árið um kring og það er hreinlega bara frábært. Við losnum líka við þau vandamál sem við höfum átt við í Víkinni undanfarin ár að hér er heitt á sumrinn en það er ægilegur kuldapollur hérna yfir veturinn og grasið var oft seinna til hér en á öðrum völlum og menn muna nú eftir umræðunni í fyrra en nú verður hér iðagrænt allt árið um kring.“

Nú að þessum framkvæmdu loknum og þeim jákvæðu hliðum sem því fylgja. Hvað sjá Víkingar fyrir sér næst í framkvæmdamálum á svæði félagsins?

„Við erum í miklum viðræðum við borgina varðandi áframhaldandi stækkun á okkar svæði. Við fengum vilyrði fyrir landi hér á 100 ára afmæli félagsins 2008 og það er búið að teikna upp hugmyndir og gera skýrslu um þá framkvæmd og við sjáum til hvað verður.“

Vígsluleikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verða Víkingar með athöfn og skemmtun fyrir leik. Fréttaritari spurði því Harald. Verður einhverstaðar betra að vera en í Víkinni í kvöld?

„Ég stórefa það. Það verður hérna smá seremónía fyrir leikinn, borgarstjóri mun koma og vígja völlinn formlega þannig að ég hvet fólk að vera tímanlega, við vonumst eftir fullri stúku. Það er nú þegar 15 stiga hiti í Fossvoginum og þegar mælirinn sýnir 15 þá er það svona feels like 22 en ég skora á fólk og alla Víkinga sérstaklega og hverfisbúa að mæta, þetta verður hátíðarstund fyrir okkur og stór dagur,“
Sagði Haraldur að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner