Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2022 14:25
Fótbolti.net
VAR skandall á Laugardalsvelli - „Eitt almesta sprell sem ég hef séð"
Króatar dæmdu leikinn en serbneskt teymi sá um VAR dómgæsluna.
Króatar dæmdu leikinn en serbneskt teymi sá um VAR dómgæsluna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Að dæma þetta mark er eitt almesta sprell sem ég hef séð," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu þegar rætt er um 2-2 jöfnunarmark Ísrael á Laugardalsvelli í gær.

„Boltinn virtist vera inni en það er ekki hægt að dæma út frá því," segir Sæbjörn Steinke.

„Fyrsta regla VAR er að ef það eru ekki óyggjandi sönnunargögn þá breytir þú ekki ákvörðun dómara. Það er ekki nóg að boltinn hafi virst vera inni," segir Tómas.

Króatarnir sem dæmdu leikinn dæmdu ekki mark en serbneskt VAR teymi sem starfaði á vellinum gerði það hinsvegar nokkrum mínútum síðar, sneri við ákvörðun dómara vallarins.

„Þetta var VAR skandall hjá þessu serbneska teymi sem sá um VAR dómgæsluna," segir Elvar Geir Magnússon sem ræddi við menn á Laugardalsvellinum í gær.

Hann fékk það meðal annars staðfest að Serbarnir voru bara með nákvæmlega sömu sjónarhorn og sáust í sjónvarpsútsendingunni. Ekki er hægt að staðfesta 100% á neinu af þeim sjónarhornum að boltinn hafi farið allur inn. Ekki er marklínutækni á Laugardalsvelli.

Sjá einnig:
Arnar fékk ekki að sjá sjónarhornið sem VAR notaðist við
Innkastið - Landsliðið kvatt og Besta deildin boðin velkomin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner