Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 14. júní 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea ræðir við Duran - Fær Villa leikmenn í staðinn?
Jhon Durán.
Jhon Durán.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur fengið leyfi til að ræða við Jhon Durán, sóknarmann Aston Villa en það er Telegraph sem segir frá því.

Chelsea er að leita að sóknarmanni og virðist Duran vera efstur á óskalistanum. Þessi tvítugi sóknarmaður hefur leikið með Aston Villa frá því í fyrra og í heildina hefur hann spilað 49 leiki og skorað átta mörk.

Aston Villa hefur áhuga á leikmönnum Chelsea á móti og skipti Duran gætu opnað þá hurð.

Villa er mjög áhugasamt um miðjumanninn Conor Gallagher og hefur einnig spurst fyrir um Ian Maatsen, sem var á lán hjá Borussia Dortmund á nýliðnu tímabili.

Maatsen, sem er vinstri bakvörður. er með 35 milljón punda riftunarverð í samningi sínum en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner