Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 00:03
Elvar Geir Magnússon
Man Utd nær samkomulagi við Branthwaite en verðmiði Everton er hár
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Everton vill fá að minnsta kosti 80 milljónir punda frá Manchester United fyrir varnarmanninn unga Jarrad Branthwaite. Enskir fjölmiðlar segja að United hafi þegar náð samkomulagi við umboðsmenn leikmannsins um kaup og kjör.

BBC segir að United ætli nú að hefja viðræður við Everton en búast má við erfiðum viðbrögðum. Everton vill ekki selja þennan 21 árs varnarmann sem hefði að margra mati átt að vera í EM hóp enska landsliðsins.

Það er væntanlega bara tímaspursmál hvenær Branthwaite verður fastamaður í enska landsliðinu. Hann átti mjög öflugt tímabil í vörn Everton og hjálpaði liðinu að forðast fall.

Manchester United vill fá inn miðvörð í sumar. Raphael Varane hefur yfirgefið félagið og þeir Harry Maguire, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf glímdu allir við meiðsli á liðnu tímabili.

Hinn 36 ára gamli Jonny Evans var einnig að glíma við meiðsli en United hefur staðfest að félagið vilji gera samning við hann um eitt tímabil í viðbót.
Athugasemdir
banner
banner
banner