Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. júlí 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Akinfenwa er boðið í sigurhátíðina
Adebayo Akinfenwa
Adebayo Akinfenwa
Mynd: Getty Images
„Honum verður boðið í sigurhátíðina okkar eftir tímabilið," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool í dag aðspurður út í Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe Wanderers.

Akinfenwa er mikill aðdáandi Liverpool og mætti meðal annars í treyju Liverpool á æfingu hjá Wycombe eftir að þeir rauðklæddu urðu enskir meistarar á dögunum.

Eftir að Wycombe komst upp í Championship deildina í gær óskaði Akinfenwa eftir því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, myndi heyra í honum á whatsapp.

Klopp svaraði kallinu en hann hringdi í Akinfenwa og óskaði honum til hamingju. Klopp tjáði sig um atvikið á fréttamannafundi í dag.

„Ég sá myndbandið af honum á liðsfundinum í LFC treyju og mér fannst það mjög fyndið. Hann svaraði myndbandinu frá mér í gær. Það var gaman. Hann var virkilega ánægður," sagði Klopp í dag.

Athugasemdir
banner
banner