Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. júlí 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held að þessi gæi geti náð mjög langt ef hann heldur rétt á spilunum"
Kristófer Jónsson
Kristófer Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristófer Jónsson er að ganga í raðir Venezia frá Val. Kristófer er átján ára miðjumaður sem kom til Vals í vetur frá Haukum.

Birkir Heimisson, leikmaður Vals, var til viðtals hér á Fótbolti.net í dag og var hann spurður út í hinn efnilega Kristófer.

„Ég myndi segja að hann væri mjög efnilegur, er með mjög góða tækni, gott auga fyrir spili og ég held að þessi gæi geti náð mjög langt ef hann heldur rétt á spilunum," sagði Birkir.

Kristófer hefur ekkert komið við sögu hjá Val í sumar en kom við sögu í tíu leikjum á undirbúningstímabilinu. Væri hann búinn að spila eitthvað í sumar ef hann væri hjá lakara liði í deildinni?

„Hann er búinn að vera berjast við einhver smá meiðsli og ég held að hann hefði fengið einhverjar mínútur á þessu tímabili ef hann hefði klárað tímabilið hér. Mér finnst hann alveg vera kominn á þann stað að geta spilað í Pepsi Max-deildinni," sagði Birkir.

Kristófer var í byrjunarliði U19 landsliðsins í báðum leikjum liðsins gegn Færeyjum í júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner