Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. júlí 2021 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Trippier vill fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier vill ólmur komast aftur í úrvalsdeildina ef marka má skrif Matt Law hjá Daily Telegraph. Trippier hefur spilað með Atletico Madrid undanfarin tímabil.

Trippier bíður samkvæmt Law eftir því að Manchester United bjóði í sig.

Þessi þrítugi hægri bakvörður fór til Spánar frá Tottenham sumarið 2019.

Tvö önnur úrvalsdeildarfélög eru sögð hafa áhuga á Trippier en hann er sagður vilja fara til United.

Í vor var Trippier Spánarmeistari með Atletico og hann lagði upp mark á Luke Shaw, vinstri bakvörð Man Utd, í úrslitaleik EM síðasta sunnudag.

United er sagt helst vilja selja leikmenn fyrst áður en ákveðið verði hvort félagið bjóði aftur í Trippier eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner