Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 14. júlí 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Þrettándi leikmaðurinn til að vinna EM tvisvar
Jesus Navas
Jesus Navas
Mynd: EPA
Jesus Navas, leikmaður Sevilla og spænska landsliðsins, kom sér í fámennan hóp er hann varð Evrópumeistari með landsliðinu í kvöld, en þetta var í annað sinn sem hann vinnur mótið.

Navas var lang elsti leikmaður landsliðsins í ár eða 38 ára gamall, en tókst samt að byrja einn leik.

Hann spilaði í undanúrslitunum á móti Frökkum þar sem Dani Carvajal tók út leikbann og gerði bara nokkuð vel.

Navas var einnig í hópnum sem vann EM 2012 og var þetta því í annað sinn sem hann vinnur mótið.

Í kjölfarið komst hann í fámennan hóp en hann er aðeins þrettándi leikmaðurinn til að hafa unnið mótið tvisvar.

Tólf af þessum þrettán leikmönnum koma frá Spáni. Iker Casillas, Fernando Torres, Sergio Ramos, Xavi, Andrés Iniesta, Cesc Fabregas, Santi Cazorla, Raul Albiol, David Silva, Alvaro Arbeloa, Pepe Reina og Xabi Alonso unnu allir EM 2008 og EM 2012 og þá vann Þjóðverjinn Rainer Bonhof mótið tvisvar, 1972 og 1980.
Athugasemdir
banner
banner