Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingó Sig spáir í 17. umferð Bestu deildarinnar
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag hefst 17. umferð Bestu deildar karla. Við fengum fótboltamanninn Ingólf Sigurðsson til að skoða leikina sem eru framundan og spá í spilin.

KA 4 - 1 ÍA (16:00 í dag)
Heimamenn sigla þessu örugglega í höfn eftir að Skagamenn komast óvænt yfir snemma leiks. Nökkvi heldur áfram að skora og setur tvö í dag.

ÍBV 0 - 1 FH (16:00 í dag)
Sigurvin Ólafsson þekkir hverja þúfu á Hásteinsvelli sem mun koma sér vel í undirbúningi FH fyrir þennan stórleik. FH-ingar mæta tilbúnir í stríð og munu standa uppi sem sigurvegarar. Hemmi fær rautt.

Valur 3 - 1 Stjarnan (19:15 í dag)
Stjörnumenn flugu hátt eftir stórkostlegan sigur í síðustu umferð og munu lenda harkalega á Hlíðarenda í kvöld. Aron Jó heldur listasýningu.

Keflavík 1- 2 KR (18:00 á morgun)
KR-ingar eru sterkir á útivelli og ná að stinga Keflvíkinga af í baráttunni um sæti í efri hluta deildarinnar. Þetta verður hitaleikur, hátt spennustig og fullt af spjöldum. Gulum og jafnvel rauðum. Öll mörkin koma úr föstum leikatriðum.

Breiðablik 3 - 2 Víkingur (19:15 á morgun)
Stórleikur umferðarinnar mun ekki valda vonbrigðum. Ég myndi alveg þiggja Víkingssigur upp á spennuna í deildinni, en ég sé ekki Blika tapa tveimur leikjum í röð. XG-ið verður hátt í þessum leik.

Fram 4 - 1 Leiknir (19:15 á morgun)
Það er alltaf nóg af mörkum þegar Fram er annars vegar og það verður engin undantekning á því þegar Breiðhyltingar koma í heimsókn. Öruggur sigur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner