Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 14. september 2016 14:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Dóra María: Vonandi verður enski tekinn á plúsnum
Kvenaboltinn
Dóra María
Dóra María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María Lárusdóttir gæti spilað sinn fyrsta landsleik í um tvö ár er Slóvenía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll í undankeppni EM í Hollandi.

Hún segir að það sé ansi gott að vera komin aftur í landsliðið.

„Það er virkilega skemmtilegt að vera komin hingað aftur. Mér líður ekki eins og ég hafi verið svona lengi frá en þetta er ótrúlega gaman."

Dóra er eins og aðrar í liðinu á því að Slóvenía sé sterkur andstæðingur.

„Við erum búnar að leikgreina þær og skoða klippur og þetta er ótrúlega sterkt lið, 6-0 var flottur sigur þar sem við nýttum færin vel. Þetta er mjög erfiður andstæðingur og ég hef farið til Slóveníu og tapað."

Það er stórleikur í enska boltanum sama kvöld og Slóveníu leikurinn en Dóra segir fólki að horfa á hann seinna og njóta þess að horfa á landsliðið okkar.

„Það eru örugglega einhverjir sem horfa á það sem meira spennandi leik en vonandi verður það tekið á plúsnum og sem flestir sjá sig fær til að mæta hingað, okkur þætti það gaman," sagði Dóra.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner