Dóra María Lárusdóttir gæti spilað sinn fyrsta landsleik í um tvö ár er Slóvenía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll í undankeppni EM í Hollandi.
Hún segir að það sé ansi gott að vera komin aftur í landsliðið.
Hún segir að það sé ansi gott að vera komin aftur í landsliðið.
„Það er virkilega skemmtilegt að vera komin hingað aftur. Mér líður ekki eins og ég hafi verið svona lengi frá en þetta er ótrúlega gaman."
Dóra er eins og aðrar í liðinu á því að Slóvenía sé sterkur andstæðingur.
„Við erum búnar að leikgreina þær og skoða klippur og þetta er ótrúlega sterkt lið, 6-0 var flottur sigur þar sem við nýttum færin vel. Þetta er mjög erfiður andstæðingur og ég hef farið til Slóveníu og tapað."
Það er stórleikur í enska boltanum sama kvöld og Slóveníu leikurinn en Dóra segir fólki að horfa á hann seinna og njóta þess að horfa á landsliðið okkar.
„Það eru örugglega einhverjir sem horfa á það sem meira spennandi leik en vonandi verður það tekið á plúsnum og sem flestir sjá sig fær til að mæta hingað, okkur þætti það gaman," sagði Dóra.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir






















