Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fös 14. september 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þeir verða mjög einbeittir í að hefna fyrir þessi töp
Breiðablik-Stjarnan klukkan 19:15 á laugardaginn
Bikar Baldur er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik.
Bikar Baldur er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, spilar á laugardaginn sinn sjötta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar liðið mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Baldur hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari og einu sinni tapað bikarúrslitaleik.

„Þegar maður stendur upp sem sigurvegari þá er gleðin ein sú mesta sem maður upplifir í fótbolta. Þegar maður tapar þá er maður mjög svekktur, það verður að viðurkennast," sagði Baldur við Fótbolta.net um bikarúrslitalekinn.

Baldur hefur verið duglegur að skora í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en hann skoraði meðal annars í 2-1 sigri KR á Stjörnunni árið 2012. Hann mun nú reyna að hjálpa Garðbæingum að veðra bikarmeistarar í fyrsta skipti. Baldur býst við hörkuleik á laugardaginn.

„Við teljum okkur þekkja Blika ágætlega. Við höfum spilað við þá tvisvar í sumar og þeir telja sig örugglega þekkja okkur vel. Þeir verða erfiðir á laugardaginn. Þetta er frábært lið. Við höfum spilað tvo hörkuleiki í sumar sem hafa endað með minnsta mun. Ég held að það hjálpi okkur ekki að hafa unnið þá. Ég held að það geri okkur bara erfiðara fyrir. Þeir verða mjög einbeittir í að hefna fyrir þessi tvö töp, Þeir koma virkilega grimmir í leikinn og við þurfum svo sannarlega að vera tilbúnir í það."

Bæði félög vildu leika klukkan 19:15 á laugardagskvöld og búast má við góðri stemningu á Laugardalsvelli.

„Ég veit að mætingin verður góð frá báðum liðum. Það væri svakalega gaman að það yrðu það margir að það þyrfti að hleypa yfir í hina stúkuna líka. Yfirleitt er þetta bara stóra stúkan. Ég veit að mætingin verður góð og mikil stemning. Ég hlakka til að heyra í Silfurskeiðinni á laugardaginn. Þeir hafa staðið sig frábærlega í sumar og stutt okkur virkilega vel. Ég elska að spila fyrir framan okkar stuðningsmenn og Silfurskeiðina. Það verður gaman að heyra í upphitun þegar skrúðgangan kemur frá Ölver og niður á völlinn. Það verður stemning," sagði Baldur að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner