Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 14. september 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þeir verða mjög einbeittir í að hefna fyrir þessi töp
Breiðablik-Stjarnan klukkan 19:15 á laugardaginn
Bikar Baldur er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik.
Bikar Baldur er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, spilar á laugardaginn sinn sjötta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar liðið mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Baldur hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari og einu sinni tapað bikarúrslitaleik.

„Þegar maður stendur upp sem sigurvegari þá er gleðin ein sú mesta sem maður upplifir í fótbolta. Þegar maður tapar þá er maður mjög svekktur, það verður að viðurkennast," sagði Baldur við Fótbolta.net um bikarúrslitalekinn.

Baldur hefur verið duglegur að skora í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en hann skoraði meðal annars í 2-1 sigri KR á Stjörnunni árið 2012. Hann mun nú reyna að hjálpa Garðbæingum að veðra bikarmeistarar í fyrsta skipti. Baldur býst við hörkuleik á laugardaginn.

„Við teljum okkur þekkja Blika ágætlega. Við höfum spilað við þá tvisvar í sumar og þeir telja sig örugglega þekkja okkur vel. Þeir verða erfiðir á laugardaginn. Þetta er frábært lið. Við höfum spilað tvo hörkuleiki í sumar sem hafa endað með minnsta mun. Ég held að það hjálpi okkur ekki að hafa unnið þá. Ég held að það geri okkur bara erfiðara fyrir. Þeir verða mjög einbeittir í að hefna fyrir þessi tvö töp, Þeir koma virkilega grimmir í leikinn og við þurfum svo sannarlega að vera tilbúnir í það."

Bæði félög vildu leika klukkan 19:15 á laugardagskvöld og búast má við góðri stemningu á Laugardalsvelli.

„Ég veit að mætingin verður góð frá báðum liðum. Það væri svakalega gaman að það yrðu það margir að það þyrfti að hleypa yfir í hina stúkuna líka. Yfirleitt er þetta bara stóra stúkan. Ég veit að mætingin verður góð og mikil stemning. Ég hlakka til að heyra í Silfurskeiðinni á laugardaginn. Þeir hafa staðið sig frábærlega í sumar og stutt okkur virkilega vel. Ég elska að spila fyrir framan okkar stuðningsmenn og Silfurskeiðina. Það verður gaman að heyra í upphitun þegar skrúðgangan kemur frá Ölver og niður á völlinn. Það verður stemning," sagði Baldur að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner