Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 14. september 2019 18:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur: Skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum okkar leik
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta gerði heldur góða ferð suður með sjó í dag þegar þeir heimsóttu botnlið Njarðvíkur á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla.
Grótta hefði með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum getað tryggt sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Þetta voru bara ótrúlega erfiðar aðstæður og frekar skítaleikur en glaður að þetta tókst." Sagði Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu og næst markahæsti maður Inkasso-deildarinnar eftir leikinn í dag.

Gróttumenn hafa átt magnað sumar en Pétur Theódór fékk það verkefni að svara hvað er það sem er að smella saman hjá þeim.
„ Við erum með góðan og samstilltan hóp, frábæra þjálfara og við erum bara búnir að fara langt á því og eiga gott sumar og tekið einn leik í einu." 

Pétur Theódór Árnason hefur verið funheitur fyrir framan markið í sumar og markakóngstitilinn er í augnsýn. 
„Það er bara geðveikt að spila í þessu liði, maður fær fullt af færum og maður þarf bara að vera tilbúin þegar maður fær þau og mér hefur gengið ágætlega hingað til."  
„Það skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum bara okkar leik og svo kemur bara í ljós hvernig það fer ,það yrði gaman að klára það en við sjáum bara til."


Aðpurður hvort að hann væri með einhver skilaboð til stuðningmanna Gróttu fyrir næstu helgi hafði Pétur Theódór þetta að segja.
„Það er ekki oft sem að Grótta hefur verið í þessari stöðu áður, bara aldrei þannig ég vona bara að endilega sjá sem flesta." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner