Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 14. september 2019 18:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur: Skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum okkar leik
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta gerði heldur góða ferð suður með sjó í dag þegar þeir heimsóttu botnlið Njarðvíkur á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla.
Grótta hefði með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum getað tryggt sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Þetta voru bara ótrúlega erfiðar aðstæður og frekar skítaleikur en glaður að þetta tókst." Sagði Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu og næst markahæsti maður Inkasso-deildarinnar eftir leikinn í dag.

Gróttumenn hafa átt magnað sumar en Pétur Theódór fékk það verkefni að svara hvað er það sem er að smella saman hjá þeim.
„ Við erum með góðan og samstilltan hóp, frábæra þjálfara og við erum bara búnir að fara langt á því og eiga gott sumar og tekið einn leik í einu." 

Pétur Theódór Árnason hefur verið funheitur fyrir framan markið í sumar og markakóngstitilinn er í augnsýn. 
„Það er bara geðveikt að spila í þessu liði, maður fær fullt af færum og maður þarf bara að vera tilbúin þegar maður fær þau og mér hefur gengið ágætlega hingað til."  
„Það skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum bara okkar leik og svo kemur bara í ljós hvernig það fer ,það yrði gaman að klára það en við sjáum bara til."


Aðpurður hvort að hann væri með einhver skilaboð til stuðningmanna Gróttu fyrir næstu helgi hafði Pétur Theódór þetta að segja.
„Það er ekki oft sem að Grótta hefur verið í þessari stöðu áður, bara aldrei þannig ég vona bara að endilega sjá sem flesta." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner