Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 14. september 2020 09:45
Magnús Már Einarsson
Hólmbert slapp við brot - Klár í næsta leik?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson, sóknarmaður Álasund, var borinn af velli í leik liðsins gegn Sarpsborg í gær.

Hólmbert meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Bjørn Inge Utvik og meiðslin litu illa út.

Betur fór en á horfðist en Terje Vagstad, sjúkraþjálfari Álasund, sagði við VG í dag að Hólmbert sé óbrotinn og vonir standa til að hann geti náð næsta leik.

Hólmbert hefur skorað ellefu mörk í fjórtán leikjum með Álasund á tímabilinu en hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska félagið Brescia að undanförnu.

Hólmbert kom með öfluga innkomu í íslenska landsliðið á dögunum en hann skoraði gegn Belgum í Þjóðadeildinni og fiskaði vítaspyrnu gegn Englandi.
Athugasemdir
banner