Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Istanbul Basaksehir fær vandræðagemsa frá Celtic
Boli Bolingoli.
Boli Bolingoli.
Mynd: Getty Images
Tyrknesku meistararnir í Istanbul Basaksehir halda áfram að bæta við sig leikmönnum.

Hægri bakvörðurinn Rafael og belgíski kantmaðurinn Nacer Chadli sömdu nýverið við félagið og núna hefur félagið krækt í landa Chadli, belgíska varnarmanninn Boli Bolingoli.

Bolingoli kemur á láni frá Celtic í Skotlandi út tímabilið.

Celtic hefur verið að reyna að losa sig við þennan 25 ára gamla vinstri bakvörð eftir að hann gerði allt brjálað í Skotlandi fyrir nokkrum vikum síðan. Bolingoli skrapp til Spánar og sleppti því að fara í sóttkví í Skotlandi við heimkomu. Hann spilaði síðan með Celtic gegn Kilmarnock.

Hann setti með því Evrópuleik Celtic gegn KR í hættu, en sá leikur fór að lokum fram og endaði með stórsigri Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner