Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 14. september 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho fagnar því að vera laus við myndatökumenn úr klefanum
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er hæstánægður með að myndatökumenn frá Amazon séu ekki lengur í kringum liðið.

Á dögunum fóru í sýningu þættirnir 'All or Nothing: Tottenham Hotspur' sem voru teknir upp bakvið tjöldin hjá Tottenham á síðasta tímabili.

Eftir tap gegn Everton í gær var Mourinho spurður að því hvað hann hefði sagt við leikmenn eftir leik.

„Skilaboð mín eru bara inn í búningsklefa," sagði Mourinho.

„Ég er ánægður með að Amazon er ekki lengur með okkur svo þessir hlutir geti haldist innan okkar herbúða. Þannig vil ég hafa þetta."
Athugasemdir
banner
banner