mán 14. september 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír leikir í næsta landsliðsglugga - „Þurfum að vernda leikmennina"
Icelandair
Það verða líklega fleiri en 23 leikmenn í næsta landsliðshópi.
Það verða líklega fleiri en 23 leikmenn í næsta landsliðshópi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður nóg um að vera hjá íslensku karlalandsliðunum í næsta mánuði.

A-landsliðið leikur þrjá leiki, gegn Rúmeníu í umspilinu fyrir EM og tvo leiki í Þjóðadeildinni gegn Danmörku og Belgíu hér heima. Yngri landsliðin verða líka í eldlínunni.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir að það verði líklega fleiri en 23 leikmenn í A-hópnum fyrir þessa þrjá leiki.

„Það er áætlað að U19 liðið okkar sé að fara að spila í milliriðli um að komast á lokamót. U21 liðið okkar á tvo leiki og þeir eru með örlögin í sínum höndum því þeir eiga eftir að spila við Írland og Ítalíu. Svo erum við með þessa þrjá leiki. Við þurfum að vanda okkur rosalega mikið," sagði Freyr í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Við vorum með sex stráka úr U21 landsliðinu gegn Belgíu. Það er svolítið mikið. Við erum búnir að velta því mikið fyrir okkur hvað við þurfum að taka marga leikmenn því við þurfum að vernda leikmennina okkar. Að láta Jóhann Berg spila þrjá leiki á sjö dögum, við erum ekki að fara að gera það. Svo ég nefni eitt dæmi. Við þurfum virkilega að skoða það hvað við munum taka marga leikmenn með okkur í þennan glugga, ég er nokkuð viss um að þeir verði fleiri en 23."

„Við ræddum við Roberto Martinez (landsliðsþjálfara Belgíu) um þetta. Þeir þurfa að spila æfingaleik þegar við erum að spila umspilsleikinn, þeir verða að gera það út af sjónvarpssamningum. Hann ætlar að spila 11 leikmönnum þar sem spila ekki næsta leik. Hann verður pottþétt með 30 manna hóp," sagði Freyr en umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenski, landsliðið og Eggert Gunnþór
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner