Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. september 2020 09:21
Innkastið
Vond dekkun hjá KR-ingum
Stjörnumenn fagna sigurmarkinu í gær á meðan KR-ingar eru svekktir.
Stjörnumenn fagna sigurmarkinu í gær á meðan KR-ingar eru svekktir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmenn KR fengu gagnrýni í Innkastinu í gær eftir 2-1 tap liðsins gegn Stjörnunni. Íslandsmeistararnir voru 1-0 yfir á heimavelli og í góðri stöðu áður en Garðbæingar sneru taflinu við í lokin.

Varamaðurinn Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmarkið með skalla gegn sínum gömlu félögum. Dekkunin var ekki góð í vítateignum hjá KR.

„Gaui Bald tölti inn í teiginn á milli tveggja hafsenta og kláraði," sagði Gunnar Birgisson.

„Þetta er atriði sem er auðvelt að laga. Þetta er spurning um samskipti á milli miðvarða. Hvernig stendurðu? Ertu með manninn þinn? Það er ekki mikið mál að laga þetta og þetta er rosalega dýrkeypt að vera ekki með þessa hluti á hreinu. Mér finnst þetta vera að gerast aftur," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Í báðum mörkunum hafði vængmaðurinn allan tímann í heiminum til að teikna fyrirgjöf. Af hverju er bakvörðurinn ekki kominn í andlitið á honumn til að stoppa fyrirgjöfina? KR-ingarnir mega fínpússa þessa hluti," sagði Ingólfur.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Yfirferð að loknum Ofursunnudegi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner