Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. september 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Bara samfélagsmiðlar sem telja stoðsendingar
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær var spurður út í allar stoðsendingarnar sem Paul Pogba hefur verið að gefa á upphafi úrvalsdeildartímabilsins.

Pogba er kominn með sjö stoðsendingar í fjórum úrvalsdeildarleikjum en Solskjær gefur lítið fyrir þá tölfræði.

„Hvað er stoðsending? Einföld sending til hliðar þegar Bruno klárar með stórkostlegu skoti í samskeytin, eða þegar Paul gefur stórkostlegan bolta í gegn og Mason kemst innfyrir vörnina?" spurði Solskjær og vísaði þar til marksins sem Bruno Fernandes skoraði gegn Newcastle eftir einfalda sendingu Pogba, sem hvaða annar leikmaður hefði getað gefið.

„Paul hefur alltaf verið með sendingar í hæsta gæðaflokki en ég tel ekki stoðsendingar, það eru bara samfélagsmiðlar."

Manchester United heimsækir Young Boys til Sviss í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag.
Athugasemdir
banner
banner