Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 14. september 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal lagði fram heimsmetstilboð en fékk nei
Mynd: Getty Images
Arsenal lagði í gær fram 930 þúsund punda tilboð í Keira Welsh, leikmann Barceona, en tilboðinu var hafnað.

Það hefði gert Welsh að dýrasta leikmanni í sögu kvennaboltans. Það er BBC sem fjallar um málið og hefur eftir spænskum miðlum.

Walsh er 27 ára enskur miðjumaður sem á ár eftir af samningi sínum við Barceona.

Barcelona hefði haft tíma út mánudaginn til að finna leikmann í staðinn, en glugginn á Englandi lokaði í gærkvöldi.

Walsh hefur látið Barcelona vita að hún mun ekki framlengja samning sinn við félagið. Hún varð árið 2022 sú dýrasta í heimi þegar hún var keypt á 400 þúsund pund frá Man City. Hún hefur orðið Evrópumeistari og spænskur meistari tvö síðustu tímabil.

Í dag er hins vegar Rachea Kundananji sú dýrasta, Bay FC í Bandaríkjunum keypti hana á 685 þúsund pund frá Madrid CFF í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner