Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 14. september 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi snýr aftur eftir tveggja mánaða fjarveru
Mynd: Getty Images

Lionel Messi snýr aftur í kvöld eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla.


Messi hefur verið að jafna sig á ökklameiðslum en Tata Martino stjóri Inter greindi frá því í gær að hann væri klár í slaginn. Liðið mætir Philadelphia Union í MLS deildinni í kvöld.

Messi hefur lagt upp 14 mörk og skorað 12 í 12 leikjum í MLS deildiinni í ár.

Liðið er á toppnum í Austurdeildinni með 59 stig eftir 27 leiki en Philadelphia er með 30 stig í 11. sæti sömu deildar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner