Alejandro Garnacho er á bekknum hjá Manchester United sem mætir Southampton þessa stundina í ensku úrvalsdeildinni.
Í vikunni líkaði hann við færslu þar sem vitnað var í ummæli Cristiano Ronaldo sem var að gagnrýna Erik ten Hag sem er stjóri Manchester United.
Í vikunni líkaði hann við færslu þar sem vitnað var í ummæli Cristiano Ronaldo sem var að gagnrýna Erik ten Hag sem er stjóri Manchester United.
Það var ekkert sérstaklega gáfulegt hjá Garnacho sem hafði fyrr á þessu ári komið sér í klandur með því að líka við gagnrýni á hollenska stjórann.
Garnacho var í byrjunarliðinu í síðasta leik en byrjar á bekknum í dag. Heimildamenn nálægt United hafa staðfest að Garnacho sé ekki á bekknum út af hegðun sinni á samfélagsmilðlum, heldur sé það tæknileg eða taktískt ákvörðun hjá stjóranum.
???????????? Man United sources guarantee that Alejandro Garnacho has not been dropped today due to his social media activity after liking Cristiano Ronaldo comments on ten Hag.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 14, 2024
It’s described as a technical/tactical decision by Erik ten Hag. pic.twitter.com/yNPwHGfDIP
Athugasemdir