Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 14. september 2024 11:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taktísk ástæða en ekki hegðun á samfélagsmiðlum
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho er á bekknum hjá Manchester United sem mætir Southampton þessa stundina í ensku úrvalsdeildinni.

Í vikunni líkaði hann við færslu þar sem vitnað var í ummæli Cristiano Ronaldo sem var að gagnrýna Erik ten Hag sem er stjóri Manchester United.

Það var ekkert sérstaklega gáfulegt hjá Garnacho sem hafði fyrr á þessu ári komið sér í klandur með því að líka við gagnrýni á hollenska stjórann.

Garnacho var í byrjunarliðinu í síðasta leik en byrjar á bekknum í dag. Heimildamenn nálægt United hafa staðfest að Garnacho sé ekki á bekknum út af hegðun sinni á samfélagsmilðlum, heldur sé það tæknileg eða taktískt ákvörðun hjá stjóranum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner