Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 14. október 2019 21:59
Sverrir Örn Einarsson
Kolbeinn um markametið: Var eitt af mínum markmiðum
Icelandair
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum eins og oft áður fyrir landsliðið þegar Ísland lagði Andorra 2-0 á Laugardalsvöll í kvöld.
Kolbeinn skoraði síðara mark Íslands í leiknum, sitt 26. fyrir landsliðið og jafnaði þar með markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

„Hún er súrsæt. Auðvitað svekkjandi þetta jafntefli úti í Frakklandi og það er svona það sem er manni efst í huga en ég er mjög sáttur með að hafa jafnað þetta markamet. Það var eitt af mínum markmiðum en það er eitthvað sem er bara auka.“

Sagði Kolbeinn Sigþórsson um að jafna markametið en jafntefli Frakka og Tyrkja sem veikti vonir Íslands um beint sæti á EM ansi mikið skyggði á sigurgleði eftir leik í kvöld.

Leikurinn í kvöld náði aldrei neinu flugi, Andorramenn kepptust við að henda sér niður og fiska aukaspyrnur frá fyrstu mínútu og fyrir vikið var hraðinn í leiknum nánast enginn. Var ekki hreinlega leiðinlegt að spila á móti þeim?

„Jú alveg hundleiðinlegt. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að fá aukaspyrnur og hentu sér niður í hvert einasta skipti sem þeir gátu gert það og dómarinn féll fyrir því. Þannig að það voru nokkrir pirraðir þarna á tímabili en við náðum í sigur og það var það sem við þurftum.“

Eins og áður sagði gætu úrslit í leik Frakklands og Tyrklands í París í kvöld reynst hafa úrslitaáhrif og sætin á EM líkt og áður hefur komið fram. Voru leikmenn meðvitaðir um stöðuna í París eða fengu menn upplýsingar að leik loknum?

„Við fengum að heyra það bara eftir leik að Tyrkir hefðu jafnað. Við heyrðum þegar stuðningsmenn byrjuðu að syngja
1-0 fyrir Frökkum en svo breyttist það þegar flautað var af.“


Sagði Kolbeinn Sigþórsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner