Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 14. október 2019 21:59
Sverrir Örn Einarsson
Kolbeinn um markametið: Var eitt af mínum markmiðum
Icelandair
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum eins og oft áður fyrir landsliðið þegar Ísland lagði Andorra 2-0 á Laugardalsvöll í kvöld.
Kolbeinn skoraði síðara mark Íslands í leiknum, sitt 26. fyrir landsliðið og jafnaði þar með markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

„Hún er súrsæt. Auðvitað svekkjandi þetta jafntefli úti í Frakklandi og það er svona það sem er manni efst í huga en ég er mjög sáttur með að hafa jafnað þetta markamet. Það var eitt af mínum markmiðum en það er eitthvað sem er bara auka.“

Sagði Kolbeinn Sigþórsson um að jafna markametið en jafntefli Frakka og Tyrkja sem veikti vonir Íslands um beint sæti á EM ansi mikið skyggði á sigurgleði eftir leik í kvöld.

Leikurinn í kvöld náði aldrei neinu flugi, Andorramenn kepptust við að henda sér niður og fiska aukaspyrnur frá fyrstu mínútu og fyrir vikið var hraðinn í leiknum nánast enginn. Var ekki hreinlega leiðinlegt að spila á móti þeim?

„Jú alveg hundleiðinlegt. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að fá aukaspyrnur og hentu sér niður í hvert einasta skipti sem þeir gátu gert það og dómarinn féll fyrir því. Þannig að það voru nokkrir pirraðir þarna á tímabili en við náðum í sigur og það var það sem við þurftum.“

Eins og áður sagði gætu úrslit í leik Frakklands og Tyrklands í París í kvöld reynst hafa úrslitaáhrif og sætin á EM líkt og áður hefur komið fram. Voru leikmenn meðvitaðir um stöðuna í París eða fengu menn upplýsingar að leik loknum?

„Við fengum að heyra það bara eftir leik að Tyrkir hefðu jafnað. Við heyrðum þegar stuðningsmenn byrjuðu að syngja
1-0 fyrir Frökkum en svo breyttist það þegar flautað var af.“


Sagði Kolbeinn Sigþórsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir