Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 14. október 2020 09:30
Aksentije Milisic
Lindelof: Veit ekki hvað hefur farið úrskeiðis
Mynd: Getty Images
Victor Lindelof, varnarmaður Manchester United, segist ekki vita hvað hefur farið úrskeiðis hjá liðinu í byrjun tímabils.

United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er liðið í 16. sæti deildarinnar með einn sigur og tvö töp.

Lindelof hefur legið undir mikillri gagnrýni, þá sérstaklega eftir frammistöðu hans gegn Crystal Palace í fyrsta leik liðsins. Hann var hins vegar ekki í liðinu þegar það tapaði 1-6 gegn Tottenham fyrir landsleikjahlé.

„Þetta hefur ekki verið góð byrjun hjá okkur. Ég veit ekki hvað hefur farið úrskeiðis," sagði Lindelof.

„Hvort það er vegna þess að við fórum langt í Evrópu á síðasta tímabili og fengum litla hvíld, það er erfitt að segja."

„En ég held að nú eftir landsleikjahléið séu menn tilbúnir til að þjappa sér saman og byrja að sýna gæðin sem við höfum."
Athugasemdir
banner
banner
banner