Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. október 2020 15:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
„Munum aldrei fá sanngjarna niðurstöðu í mótið"
Úr leik hjá Vestra.
Úr leik hjá Vestra.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Lið Vestra verður fáliðað í tveimur síðustu umferðum Lengjudeildarinnar ef það tekst að klára deildina. Erlendir leikmenn liðsins eru á heimleið.

„Allir erlendir leikmenn Vestra yfirgefa landið 19. október þar sem mótið átti náttúrulega að klárast 17. október. Við sýnum þó að sjálfsögðu þeim liðum skilning sem hafa að einhverju að keppa. Við erum hólpnir og siglum lygnann sjó í deildinni. En ég geri mér fulla grein fyrir því að þau lið sem eru að berjast á botni og toppi vilji klára mótið," segir Samúel Samúelsson hjá Vestra í viðtali við RÚV.

„Við munum aldrei fá sanngjarna niðurstöðu í mótið úr því sem komið er. En því verður ekki breytt að okkar leikmenn muni yfirgefa landið 19. október og við verðum mjög fámennir eftir það."

Vestri á eftir að spila við Magna sem er í baráttu um að halda sæti sínu og einnig við Aftureldingu sem siglir lygnan sjó.

„Við höfum lánað marga af okkar yngri leikmönnum í 4. deildarliðið hérna sem heitir Hörður. Þannig þeir eru þar að leiðandi bundnir þar. Þannig við getum ekki kallað þá til baka á þessum tímapunkti. Ég sé fyrir mér að við getum spilað þessa leiki ef mótið klárast fyrir mánaðamót. En ef þetta dregst lengur að þá verðum við bara í þeirri stöðu að þurfa að spila mjög ungum leikmönnum," segir Samúel.

„Ég tel að það myndi ekki gera neinum greiða. Hvorki leikmönnunum né þeim sem við mætum að við værum að spila strákum sem væru kannski í 3. flokki."

Hér má sjá viðtalið við Samúel af vef RÚV en þar ræðir hann einnig um það hvar síðasti heimaleikur liðsins verður mögulega spilaður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner