Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 14. október 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mögulega munum við koma þeim eitthvað á óvart"
Jói Kalli og Arnar Gunnlaugs.
Jói Kalli og Arnar Gunnlaugs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta einvígi. Þetta eru tvö mjög ólík lið, ólík nálgun á leiki, ólík leikkerfi og eiginlega allt ólíkt við okkur leikstíla má segja sem er mjög áhugavert. Þetta verður mjög áhugaverð skák, þeir hafa væntanlega greint okkur í ræmur og við erum búnir að greina þá í ræmur. Vonandi höfum við einhver brögð undir erminni hjá okkur til að koma þeim á óvart," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um komandi bikarúrslitaleik ÍA.

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugs: Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður

„Við verðum tilbúnir með plan A, plan B og plan C eins og ávalt."

Verður nálgunin eitthvað óhefðbundin miðað við 'venjulegan' deildarleik.

„Já, eiginlega. Við munum reyna spila okkar leik en mögulega munum við koma þeim eitthvað á óvart, færa menn aðeins til í stöðum og þess háttar. Við erum búnir að spila mikið á sömu leikmönnum í sama leikkerfi í síðustu leikum og það hefur gengið vel. Það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað heilagt."

„Ég held að þessi leikur sé tilvalinn til að hrista aðeins upp í þessu og koma aðeins á óvart hvernig við ætlum að byrja leikinn. Að sama skapi verðum við að halda í okkar leik sem er einfaldlega há ákefð,"
sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður
Athugasemdir
banner
banner
banner