Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. október 2021 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville segir að það vanti uppá vinnusemi hjá Ronaldo
Ronaldo og Neville
Ronaldo og Neville
Mynd: Getty Images
Gary Neville fyrrum leikmaður Manchester United segir að koma Cristiano Ronaldo til félagsins hafi skapað mikil vandræði.

Ronaldo gekk til liðs við félagið frá Juventus í sumar en hann hefur skorað fimm mörk í sex leikjum.

Þrátt fyrir það hefur liðinu ekki tekist að ná í mörg góð úrslit þar sem liðinu hefur aðeins tekist að vinna tvo leiki af síðustu sjö í öllum keppnum.

Neville segir að Ronaldo sinni ekki varnarvinnu nægilega vel.

„Það er margt jákvætt með komu Ronaldo en líka vandamál. Í undan úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona á útivelli árið 2008 var Ronaldo fremstur, Rooney og Ji-Sung Park á könntunum og Tevez í holunni gegn Busquets. Hann var ekki nógu góður í stóru leikjunum því hann vann ekki nógu mikið fyrir liðið," sagði Neville.

„Hann er fremstur núna og með Ronaldo fremstann verður United aldrei pressulið, hann var ekki að pressa fyrir 10-15 árum síðan. Þannig maður hugsar, 'hver er stíllinn hjá United?, þeir byggja á skyndisóknum. Það er erfitt gegn minni liðunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner