Ísland leiðir sem stendur 1-0 gegn Tyrklandi í leik liðanna í Þjóðadeildinni.
Orri Steinn Óskarsson skoraði markið eftir mikið einstaklingsframtak strax á 3. mínútu. Orri fékk sendingu í skyndisókn, frá Mikael Neville Anderson og kom boltinn á framherjann rétt inn á varnarhelmingi Tyrkja. Orri tók við boltanum á miklum spretti og keyrði að vítateig Tyrkjanna.
Orri Steinn Óskarsson skoraði markið eftir mikið einstaklingsframtak strax á 3. mínútu. Orri fékk sendingu í skyndisókn, frá Mikael Neville Anderson og kom boltinn á framherjann rétt inn á varnarhelmingi Tyrkja. Orri tók við boltanum á miklum spretti og keyrði að vítateig Tyrkjanna.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 4 Tyrkland
Hann náði að halda varnarmanni fyrir Tyrkjana og þegar hann kom nálægt markteignum lét hann vaða og skaut yfir markvörð Tyrkjanna sem reyndi að loka markinu.
Stórglæsilegt mark Orra sem var að skora sitt fjórða landsliðsmark í tólfta landsleiknum.
„Þvílíkur sprettur!!! Maður minn lifandi!!! Fær boltann á eigin vallarhelmingi og rauk bara af stað upp allan völlinn og stakk Abdulkerim Bardakci af og skoraði framhjá Cakir í marki Tyrkja!" skrifar Stefán Marteinn Ólafsson sem textalýsir leiknum.
Athugasemdir