Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mán 14. október 2024 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Talið líklegast að Guardiola geri eins árs samning við Man City
Mynd: Getty Images
Spænski stjórinn Pep Guardiola mun líklegast gera nýjan eins árs samning við Englandsmeistara Manchester City en þetta kemur fram í grein Telegraph.

Samningur Guardiola rennur út eftir þetta tímabil en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíðina.

Enska fótboltasambandið er eitt af þremur samböndum sem hafa verið í sambandi við Guardiola til að athuga hvort hann hafi áhuga á því að taka við starfi landsliðsþjálfara.

Guardiola er opinn fyrir því að taka við landsliði í framtíðinni en hvort nú sé rétti tímapunkturinn er óljóst.

Líklegasta sviðsmyndin er að Guardiola geri nýjan eins árs samning við Manchester City og muni síðan taka aftur stöðuna árið 2026, en þá mun hann fagna tíu ára starfsafmæli sínu hjá félaginu.

Það mun ekki hafa áhrif á ákvörðun Guardiola að góðvinur hans, Txiki Begiristain, muni yfirgefa félagið eftir tímabilið. Begiristain, sem er yfirmaður fótboltamála, er maðurinn sem fékk Guardiola til City árið 2016, en Hugo Viana mun taka við stöðunni eftir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner