Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
UEFA segir Laugardalsvöll vera í „stórkostlegu" ástandi
Icelandair
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Tyrkland eigast við á Laugardalsvelli í kvöld í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar.

Óvíst var í morgun hvort að leikurinn gæti farið fram út af vallaraðstæðum en það er ekki hiti undir Laugardalsvelli og þolir hann frostið ekki mikið.

Dómarararnir tóku hins vegar völlinn út fyrr í dag og töldu hann leikhæfan.

Á vefsíðu má sjá að UEFA telur völlinn í frábæru standi en þar stendur einfaldlega: „Völlurinn er stórkostlegur."

Hitinn er í kringum frostmark og verður áhugavert að sjá hvernig leikurinn fer á eftir.


Athugasemdir
banner
banner