Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Istanbúl, Tyrklandi
Erik Hamren: Komnir til Istanbúl til að vinna Tyrki
Icelandair
Hamren á æfingu Íslands í gær.
Hamren á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í gær.
Frá æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands er meðvitaður um mikilvægi leiks Íslands gegn Tyrkjum ytra klukkan 17:00 í dag.

Leikurinn er í næst síðustu umferð undankeppni EM 2020 og ljóst að Ísland verður að vinna leikinn í dag, verður að vinna Moldóvu á sunnudagskvöldið og treysta á að Andorra nái í stig gegn Tyrkjum á sama tíma. Aðeins þessi leið er fær til að Ísland komist á EM 2020 í gegnum undankeppnina, annar möguleiki opnast svo í gegnum Þjóðadeildina í mars.

„Við hlökkum til leiksins," sagði Hamren þegar hann opnaði fréttamannafund íslenska liðsins á Turk Telekom Arena í Istanbul í gær.

„Þetta verður áhugaverður leikur sem við viljum vinna og verðum að vinna en við vitum að þetta verður erfið áskorun," hélt hann áfram.

„Tyrkland hefur staðið sig vel í undankeppninni til þessa og náð í frábær úrslit. Við vitum að þetta verður erfiður leikur en
tyrklandhefur staðið sig vel til þessa í undankeppninni og náð í frábær úrslit."

„Við vitum að þetta verður erfiður leikur en við munum reyna allt. Við erum komnir til að vinna leikinn. Það er markmiðið, en svo sjáum við hvað gerist."


Hamren var svo spurður út í hvað bæri að óttast í tyrkneska liðinu í dag og svaraði:

„Tyrkir hafa alltaf verið með stóra nöfn, marga sterka leikmenn og þannig er liðið líka í dag. En munurinn í dag er að Tyrkir vinna meira saman sem lið og ég heillast mest af því við þá,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner