Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi um Kolla og Alfreð: Spenntir að sjá hvernig það kemur út
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist óðum í leik Íslands og Tyrklands í Istanbúl í undankeppni EM 2020.

Ísland stillir upp í 4-4-2 með Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson í fremstu víglínu. Jón Daði Böðvarsson byrjar á vinstri kantinum.

Smelltu hér til að skoða byrjunarliðið.

„Við horfum á hvern leik með sitt eigið líf. Við horfum á þetta lið sem byrjar þennan leik, best til þess fallið að ná í úrslit á þessum velli í dag," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV.

„Það þarf að vera jafnvægi í því sem við erum að gera, en að sjálfsögðu erum við þarna með leikmenn sem geta allir ógnað fram á við. Þeir vita hvað þeir eiga að gera í kringum vítateig andstæðinganna."

„Með því að fá Jón Daða á kantinn fáum við þessi góðu djúpu hlaup sem við vitum að henta vel gegn Tyrkjunum."

„Kolli og Alfreð eru okkar bestu framherjar og það er gott að geta notað þá saman. Við erum spenntir að sjá hvernig það kemur út gegn eins sterku liði og við þessar aðstæður."

Viðtalið við Freysa má í heild sinni sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner