Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 14. nóvember 2020 10:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar: Hefur verið erfitt fyrir Hamren - Frábær maður á mann
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur verið gaman að vinna með Hamren. Erfitt fyrir hann þar sem margir hafa verið meiddir og margir ekki spilað mikið með félagsliðum," sagði Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi aðspurður um samstarfið með Erik Hamren sem mun hætta sem landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Englandi á miðvikudag.

„Hann hefur bætt okkur mikið, hann og Freysi hafa unnið hart af sér í þeim verkefnum sem þeir hafa fengið og þurft að glíma við erfiða stöðu. Þetta hefur verið skrítið í Covid og það hefur mikið verið á móti þjálfurunum."

„Hann veit hvernig okkur líður með að hann sé að hætta, hann er frábær maður á mann og við erum svekktir með ákvörðunina. Samstarfið milli mín og hans hefur verið frábært."

„En lífið heldur áfram og við þurfum að einbeita okkur að næstu keppni sem byrjar fljótlega,"
sagði landsliðsfyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner