Ashton United í sjöundu efstu deild Englands hefur beðið um að fá Erling Braut Haaland á láni í 28 daga.
Manchester City er núna að fara í HM pásu í rúman mánuð og er Haaland þá ekkert að fara að spila þar sem Noregur tekur ekki þátt á mótinu.
Haaland, sem hefur farið með himinskautum í upphafi tímabilsins, kemur því til með að vera í fríi næstu vikurnar.
Ashton United hefur því boðist til að taka hann á láni næstu 28 dagana. Félagið birti frétt þess efnis á vefsíðu sinni í dag.
„Við viljum hjálpa til við að halda honum í formi. Þetta væri skárra en ef hann myndi bara spila golf í sex mánuði," segir á vefsíðu félagsins.
Ef þú spyrð ekki, þá færðu ekki. Virkar það ekki þannig?
Athugasemdir