Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Crete sem fékk Levadiakos í heimsókn í grísku deildinni í kvöld.
Crete var marki undir eftir sjálfsmark í fyrri hálfleik en Guðmundur lagði upp jöfnunarmarkið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Sigurmarkið kom svo tæpum tíu mínútum síðar. Lokatölur 2-1.
Crete er í 10. sæti með tíu stig eftir þrettán leiki.
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði varaliðs Ajax sem fékk Den Bosch í heimsókn í næst efstu deild í Hollandi. Leiknum lauk með 4-4 jafntelfi en Kristian lék í 88 mínútur. Liðið er í 10. sæti með 20 stig eftir 15 leiki.
Atli Barkarson var í byrjunarliði Sonderjyske sem mætti toppliði Vejle í næst efstu deild í Danmörku. Leiknum lauk með svekkjandi 1-0 tapi þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Sonderjyske er með 27 stig í 6. sæti eftir 17 umferðir. Liðið er 10 stigum á eftir Vejle.