
„Það er mjög hentugt að vera hér og æfa við góðar aðstæður," segir Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður en hann spjallaði við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Vín í dag. Arnór er kunnugur staðháttum en hann lék með Rapid Vín 2016-17.
Á morgun heldur landsliðið svo til Bratislava í Slóvakíu þar sem leikið verður gegn heimamönnum á fimmtudagskvöld, áður en haldið verður til Portúgal.
Þegar Ísland mætti þessum tveimur þjóðum á Laugardalsvelli töpuðust báðir leikirnir með einu marki, sem var svekkjandi því frammistaða liðsins var góð.
Á morgun heldur landsliðið svo til Bratislava í Slóvakíu þar sem leikið verður gegn heimamönnum á fimmtudagskvöld, áður en haldið verður til Portúgal.
Þegar Ísland mætti þessum tveimur þjóðum á Laugardalsvelli töpuðust báðir leikirnir með einu marki, sem var svekkjandi því frammistaða liðsins var góð.
Við getum tekið fullt af hlutum úr þeim leikjum og hefðum getað verið að vinna Slóvakíuleikinn 2-0 eftir nokkrar mínútur. Við áttum glimrandi leik en fáum ekkert úr honum. Það hefur svoldið verið sagan okkar í þessari riðlakeppni."
„Lykillinn er sá að við höfum trú á þessu. Það er enn stærðfræðilegur möguleiki á að komast í gegnum riðilinn en annars eru það þessir leikir í mars. Við ætlum okkur á EM."
Arnór segir undirbúninginn hafa gengið vel en Slóvakía, sem er í öðru sæti riðilsins, gæti á fimmtudaginn tryggt sér sæti á EM.
„Slóvakar eru með gott lið en er ekki alltaf gaman að skemma partíið og taka þrjú stig?" segir Arnór að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir