Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 14. nóvember 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri um Daníel Tristan: Jafnvel efnilegastur af okkur öllum
Icelandair
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Mynd: Malmö
Daníel Tristan Guðjohnsen er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Hann varð á dögunum Svíþjóðarmeistari með Malmö og átti í kjölfarið stórleik með U19 landsliði Íslands.

Daníel Tristan er 18 ára gamall en hann er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur.

„Við tölum mikið saman og reynum að vera til staðar fyrir hvorn annan," sagði Andri Lucas Guðjohnsen, eldri bróðir Daníels, við Fótbolta.net. Andri er núna með A-landsliðinu á Spáni.

„Vonandi hafa þessi meiðsli styrkt hann sem leikmann og sem persónu. Í dag átti hann stórleik og ég er stoltur eldri bróðir."

Þeir eru þrír bræðurnir en eru allir mjög ólíkir leikmenn. Andri telur að Daníel sé jafnvel efnilegastur.

„Við erum ekki svipaðir leikmenn, við bræðurnir. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmaður hann verður í framtíðinni. Hann á bjarta framtíð fyrir höndum og er jafnvel efnilegastur af okkur öllum. Það fer svolítið eftir því hvernig hann tæklar sín meiðsli og hvernig atvinnumaður hann er," sagði Andri en hann segir Daníel vera virkilega góðan á boltanum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Athugasemdir
banner
banner
banner