Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Argentína og Brasilía eiga útileiki
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það fara þrír leikir fram í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM í kvöld og í nótt.

Þar eiga Brasilía og Argentína útileiki áður en Ekvador spilar á heimavelli.

Brasilía heimsækir Venesúela í fyrsta leik kvöldsins áður en Lionel Messi og félagar í heimsmeistaraliði Argentínu kíkja til Paragvæ.

Argentína er í þægilegri stöðu á toppi undandeildarinnar á meðan Brasilía freistar þess að sigra þriðja leikinn í röð til að jafna Kólumbíu á stigum í öðru sætinu.

Ekvador og Bólivía eigast svo við í lokaleiknum en aðeins eitt stig skilur liðin að í baráttunni um sæti á HM, þar sem Ekvador er komið með 13 stig eftir 10 umferðir og Bólivía er með 12 stig.

Ekvador fékk þrjú refsistig í byrjun undankeppninnar vegna ólöglegs leikmanns en er sem stendur í fimmta sæti. Sex efstu sætin gefa beinan þátttökurétt á HM en liðið sem endar í sjöunda sæti fer í litla undankeppni gegn andstæðingum úr öðrum heimsálfum um síðustu lausu sætin á lokamótinu.

Leikir kvöldsins:
21:00 Venesúela - Brasilía
23:30 Paragvæ - Argentína
00:00 Ekvador - Bólivía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner