Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 14. desember 2020 09:55
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - Dregið í Meistaradeildina og Evrópudeildina
Mynd: Getty Images
Dregið verður í 32-liða úrslit í Evrópudeildarinnar klukkan 12:00 í dag en fylgst verður með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.

Lið frá sama landi mega ekki mætast í 32-liða úrslitum né lið sem voru í sama riðli.

Liðin í 1. potti: AC Milan, Arsenal, Ajax, Club Brugge, Dinamo Zagreb, Hoffenheim, Leicester, Leverkusen, Manchester United, Napoli, PSV Eindhoven, Rangers, Roma, Shaktar Donetsk, Tottenham, Villarreal.

Liðin í 2. potti: Antwerp, Benfica, Braga, Rauða Stjarnan, Dynamo Kiev, Granada, Krasnodar, Lille, Maccabi Tel-Aviv, Molde, Olympiakos, Salzburg, Slavia Prag, Wolfsberg, Young Boys.
12:33
Við þökkum samfylgdina!


Fyrri leikirnir í Evrópudeildinni verða 18. febrúar og þeir síðari viku seinna.

Eyða Breyta
12:30
OLYMPIAKOS - PSV EINDHOVEN

DRÆTTINUM ER ÞÁ LOKIÐ

Eyða Breyta
12:29
LILLE - AJAX

Eyða Breyta
12:28
MACCABI TEL-AVIV - SHAKTAR DONETSK

Eyða Breyta
12:27
GRANADA - NAPOLI

Granada frá Spáni er að taka þátt í útsláttarkeppni í Evrópu í fyrsta sinn.

Eyða Breyta
12:26
MOLDE - HOFFENHEIM

Eyða Breyta
12:26
YOUNG BOYS - BAYER LEVERKUSEN

Eyða Breyta
12:24
KRASNODAR - DINAMO ZAGREB

Eyða Breyta
12:23
BRAGA - ROMA

Eyða Breyta
12:22
SALZBURG - VILLARREAL

Eyða Breyta
12:21
SLAVIA PRAG - LEICESTER

Eyða Breyta
12:20
ROYAL ANTWERP - RANGERS

Eyða Breyta
12:18
RAUÐA STJARNAN - AC MILAN

Eyða Breyta
12:17
BENFICA - ARSENAL

Benfica er í öðru sæti portúgölsku deildarinnar.

Eyða Breyta
12:16
REAL SOCIEDAD - MANCHESTER UNITED

Sociedad er á toppi La Liga svo þetta verður alls ekki auðvelt verkefni fyrir Ole Gunnar og hans sveit.

Eyða Breyta
12:14
DYNAMO KIEV - CLUB BRUGGE

Eyða Breyta
12:14
WOLFSBERGER - TOTTENHAM

Austurríska liðið var það fyrsta úr pottinum og mun mæta Jose Mourinho og lærisveinum, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Eyða Breyta
12:12
Jæja þá fer drátturinn að byrja...

Leicester, Arsenal, Tottenham og Manchester United eru ensku liðin sem eru í pottinum.

Eyða Breyta
12:09


Portúgalinn Maniche mun aðstoða við Evrópudeildardráttinn. Hann vann UEFA Cup undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto árið 2003 og ári síðar unnu þeir Meistaradeildina saman.

Eyða Breyta
12:06


Úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni þetta tímabilið verður á Arena Gdansk í Póllandi. Hvaða tvö lið munu ná þangað?

Eyða Breyta
12:02
Athöfnin er farin af stað. Rétt eins og áðan er byrjað á myndbandi með tilþrifum frá riðlakeppninni.

Eyða Breyta
11:51


Eyða Breyta
11:49


Eyða Breyta
11:35
Hvaða lið eru í pottunum fyrir Evrópudeildardráttinn.

Liðin í 1. potti: AC Milan, Arsenal, Ajax, Club Brugge, Dinamo Zagreb, Hoffenheim, Leicester, Leverkusen, Manchester United, Napoli, PSV Eindhoven, Rangers, Roma, Shaktar Donetsk, Tottenham, Villarreal.

Liðin í 2. potti: Antwerp, Benfica, Braga, Rauða Stjarnan, Dynamo Kiev, Granada, Krasnodar, Lille, Maccabi Tel-Aviv, Molde, Olympiakos, Salzburg, Slavia Prag, Wolfsberg, Young Boys.

Eyða Breyta
11:28


Eyða Breyta
11:24
Hvenær fara leikirnir fram?

15. og 16. febrúar: Fyrri leikir 16-liða úrslita

16. og 17. mars: Seinni leikir 16-liða úrslita

Liðin sem unnu sína riðla munu byrja á útileik.

Eyða Breyta
11:21
ATALANTA - REAL MADRID

Þar með er drættinum lokið!

Eyða Breyta
11:20
SEVILLA - BORUSSIA DORTMUND

Eyða Breyta
11:20
BARCELONA - PSG

Rosaleg viðureign.

Eyða Breyta
11:19
PORTO - JUVENTUS

Eyða Breyta
11:18
RB LEIPZIG - LIVERPOOL

Jurgen Klopp til Þýskalands.

Eyða Breyta
11:17
ATLETICO MADRID - CHELSEA

Alvöru verkefni fyrir Frank Lampard.

Eyða Breyta
11:16
LAZIO - BAYERN MÜNCHEN

Lazio fær ríkjandi meistara í FC Bayern.

Eyða Breyta
11:15
BORUSSIA MÖNCHENGLADBACH - MANCHESTER CITY

Pep Guardiola til Þýskalands.

Eyða Breyta
11:13
Jæja allt að verða klárt. Nú er verið að útskýra fyrirkomulagið á drættinum og þá má fara að hræra í pottunum!

Eyða Breyta
11:10


Stéphane Chapuisat aðstoðar við dráttinn í dag. Svisslendingurinn vann Meistaradeildina með Borussia Dortmund 1997.

Eyða Breyta
11:06


Hann er mættur!

Giorgio Marchetti er mættur til að draga, bestur í Evrópu þegar kemur að því að draga. Hann byrjar á því að segja nokkur minningarorð um Gerard Houllier.

Eyða Breyta
11:01
Athöfnin er hafin

Kynnirinn byrjar á því að hita upp með því að sýna tilþrif úr keppninni hingað til. Dramatískt og gott video.

Eyða Breyta
10:59
Það verður fámennt í salnum þegar dregið verður. Vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar er reynt að nýta tæknina eins og hægt er.

Hægt er að horfa á dráttinn í beinni á heimasíðu UEFA

Eyða Breyta
10:57
Jæja þá fer athöfnin að hefjast í Sviss...

Chelsea, Liverpool og Manchester City eru ensku liðin sem eru eftir í keppninni. Öll unnu þau sína riðla. Manchester United var eina enska liðið sem ekki komst upp úr sínum riðli.

Í efri styrkleikaflokknum eru þau lið sem unnu sína riðla. Meistararnir í Bayern München eru í sama potti. Barcelona og Atletico Madrid eru meðal mögulegra mótherja ensku liðanna.

Eyða Breyta
10:51


Eyða Breyta
10:49


Eyða Breyta
10:44
Ungstirnin - Nýr þáttur í dag


Það er væntanlegur nýr þáttur af Ungstirnunum á hlaðvarpsveitur og hingað á Fótbolta.net í dag. Gestur er enginn annar en Ísak Bergmann Jóhannesson sem er undir smásjá stórliða í Evrópu. Bíðið spennt!

Arnar Laufdal, annar af umsjónarmönnum þáttarins, var einmitt hér á skrifstofunni. Arnar er stuðningsmaður Liverpool og er alveg til í að fá Barcelona upp úr pottunum í dag!

Eyða Breyta
10:37
PSG er í pottinum í dag. Liðið tapaði fyrir Bayern München í úrslitaleiknum á síðasta tímabili. Annars er það að frétta úr herbúðum franska stórliðsins að Brasilíumaðurinn Neymar var borinn af velli á börum í tapi gegn Lyon í gær.

Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu Thiago Mendes, sem síðan hefur beðist afsökunar á Instagram. Ekki er vitað hversu lengi Neymar verður frá.



Eyða Breyta
10:25


Þau sorglegu tíðindi voru að berast að Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, er látinn. Sjá nánar hér. Hann var 73 ára gamall.

Eyða Breyta
10:10
Atatürk Ólympíuleikvangurinn verður vettvangur úrslitaleiksins þetta tímabilið, spilað í Istanbúl. Þar átti úrslitaleikurinn að vera á síðasta tímabili en hann var færður vegna heimsfaraldursins.



Eyða Breyta
10:05
Lið frá sama landi geta ekki mæst þar né lið sem léku saman í riðli. Daily Mail hefur reiknað út líkurnar í prósentum á hvernig gæti dregist.

Til að mynda er líklegast að ensku liðin mæti Gladbach en í kringum 18% líkur eru á að þau mæti þýska félaginu. Af öllum liðunum í pottinum er líklegast að Real Madrid og RB Leipzig mætist eða rúmlega 30%.

Liðin í 1. sæti: Bayern München, Real Madrid, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Borussia Dortmund, Juventus, Paris Saint-Germain.

Liðin í 2. sæti: Atletico Madrid, Gladbach, Porto, Atalanta, Sevilla, Lazio, Barcelona, RB Leipzig.

Eyða Breyta
10:00
Góðan og gleðilegan daginn!

Velkomin með okkur í beina textalýsingu þar sem við fylgjumst með því sem á sér stað í Nyon í Sviss en þar verður dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 11:00 og svo í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar klukkan 12:00.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner