Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 14. desember 2020 15:32
Enski boltinn
Gylfi tók stjórnina á miðjunni - Ný taktík í vítaspyrnunum
Gylfi skorar af vítapunktinum um helgina.
Gylfi skorar af vítapunktinum um helgina.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Það var frábært að sjá Gylfa. Hann var frábær á miðjunni," sagði Orri Freyr Rúnarsson í hlavðarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson átti mjög góðan leik í 1-0 sigri Everton á Chelsea um helgina en hann lét mikið til sín taka í leiknum.

„Hann var rosalega öflugur að vinna til baka og trufla leikmenn Chelsea. Ég veit ekki hversu oft hann náði að koma í veg fyrir að þeir náð að byggja upp sóknir," sagði Orri.

„Það átti allt að fara í gegnum hann og hann var ekki í aukalhlutverki. Það er eins og hann hefur gert hjá íslenska landsliðinu, fyrsta tímabilinu hjá Everton og hjá Swanea."

„Hann var pure playmaker. Það eru svo margir hjá Everton sem vilja vera í þessu hlutverki, að fá boltann í lappir og búa til. Hann græddi á því að James (Rodriguez) var meiddur og tók stjórnina."


Gylfi skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en hann tók rólegt aðhlaup áður en hann rúllaði boltanum framhjá Edouard Mendy í marki Chelsea.

„Þetta er ný taktík hjá honum. Ég hef ekki séð svona víti hjá honum áður," sagði Jóhann Már Helgason í þættinum.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Gylfi í stuði og toppbaráttan harðnar
Athugasemdir
banner
banner