Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brighton sendi króatísku félagi aðvörun - Með alveg eins merki
Mynd: Brighton
Brighton hefur sent króatíska félaginu Jadran-Galeb aðvörun og krefst þess að félagið breyti merkinu sínu.

Starfsmaður króatíska félagsins benti Brighton á þá staðreynd að merkin væru alveg eins. Enska félagið sendi því króatíska langt bréf þar sem er krafist þess að félagið breyti merkinu sínu.

Króatískir fjölmiðlar greina frá þessu en það er tekið skýrt fram að Brighton ætli ekki að fara í mál en er mjög ákveðið í því að krefjast þess að það verði gerðar breytingar.

Króatíska félagið er enn með merkið á Facebook síðu sinni en hefur tekið það af opinberri heimasíðu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner