Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. janúar 2020 22:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands: Tveir nýliðar byrja
Icelandair
Alex Þór Hauksson byrjar á miðjunni hjá íslenska liðinu.
Alex Þór Hauksson byrjar á miðjunni hjá íslenska liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason er fyrirliði Íslands í nótt.
Kári Árnason er fyrirliði Íslands í nótt.
Mynd: Guðmundur Karl
Ísland mætir Kanada í vináttuleik í Bandaríkjunum. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt.

Leikurinn hefst 23:59 og verður fylgst með í beinni textalýsingu hérna.

Hannes Þór Halldórsson er í markinu og Kári Árnason ber fyrirliðabandið. Fyrir utan þá eru menn með talsvert minni reynslu í byrjunarliðinu.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Viðar Örn Kjartansson hafa verið reglulega í hópunum og þá voru Mikael Neville og Aron Elís Þrándarson í hóp seinni hluta síðasta árs.

Búast má við því að Kjartan Henry og Viðar leiði framlínuna, Höskuldur, Mikael, Aron Elís og Alex Þór verði þar fyrir aftan. Davíð Kristján og Daníel verða í bakvörðunum og Hólmar Örn og Kári í hjarta varnarinnar. Höskuldur og Daníel Leó leika í kvöld sinn fyrsta landsleik.

Byrjunarlið Íslands:
#1 Hannes Þór Halldórsson
#3 Davíð Kristján Ólafsson
#4 Alex Þór Hauksson
#5 Hólmar Örn Eyjólfsson
#6 Daníel Leó Gretarsson
#7 Mikael Neville Andeson
#10 Aron Elís Þrándarson
#11 Kjartan Henry Finnbogason
#14 Kári Árnason
#19 Viðar Örn Kjartansson
#22 Höskuldur Gunnlaugsson

Varamenn: Birkir Már Sævarsson, Bjarni Mark Antonsson, Kolbeinn Sigþórsson, Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Alfons Sampsted, Oskar Tor Sverrisson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Stefán Teitur Þórðarson, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson og Ari Leifsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner