fös 15. janúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Milan vill möguleika á að kaupa Tomori
Fikayo Tomori.
Fikayo Tomori.
Mynd: Getty Images
AC Milan vill eiga möguleika á því að kaupa Fikayo Tomori ef miðvörðurinn kemur til félagsins á lánssamningi frá Chelsea. Félögin eru í viðræðum um Tomori sem hefur færst aftar í goggunarröðinni undir stjórn Frank Lampard.

Milan bað fyrst um að fá Tomori lánaðan í 18 mánuði en félagið hefur einnig áhuga á samkomulagi um að Tomori verði keyptur á um 26 milljónir punda eftir tímabilið.

Tomori hefur aðeins spilað fjóra leiki í öllum keppnum á þessu tímabili en Lampard hefur þó sagt að Englendingurinn sé í framtíðarplönum sínum.

Milan hefur einnig verið að sækjast eftir Mohamed Simakan, miðverði Strasbourg, en hann er einnig á óskalista RB Leipzig.

Tomori kom upp úr akademíu Chelsea en er nú sem stendur fimmti í röðinni þegar kemur að miðvarðastöðunum og Lampard hefur staðfest að hann gæti verið lánaður.

Tomori er 23 ára og hafnaði því að fara til West Ham þar sem félagið vildi ekki lofa því að hann yrði byrjunarliðsmaður. Hann hefur einnig verið orðaður við Rennes, Leeds, Newcastle og Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner