Franski landsliðsmaðurinn Christopher Nkunku er mögulega á förum frá Chelsea í þessum mánuði en Bayern München hefur mikinn áhuga á honum.
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur Nkunku náð persónulegu samkomulagi við Bayern en félögin eiga eftir að ná saman.
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur Nkunku náð persónulegu samkomulagi við Bayern en félögin eiga eftir að ná saman.
Telegraph segir frá því að Chelsea hafi sett 65 milljón punda verðmiða á Nkunku.
Nkunku hefur skorað 13 mörk fyrir Chelsea á tímabilinu en aðeins tvö þeirra hefur komið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki fengið stóra rullu í deild þeirra bestu á Englandi en verið mikið notaður í bikar og Sambandsdeildinni.
Nkunku lék í Þýskalandi með RB Leipzig áður en hann gekk í raðir Chelsea sumarið 2023. Á síðasta tímabili sínu fyrir Leipzig gerði hann 23 mörk í 36 leikjum.
Chelsea hefur áhuga á því að fá Mathys Tel frá Bayern og spurning hvort liðin skipti á leikmönnum.
Athugasemdir