Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 15. janúar 2025 00:52
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Hafði þjálfað í 12 ár án þess að stoppa
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Graham Potter var kampakátur með 3-2 sigur gegn Fulham í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik við stjórnvölinn hjá West Ham United.

Potter tók við West Ham eftir 4-1 tap á útivelli gegn Manchester City og stýrði liðinu í tapleik gegn Aston Villa í FA bikarnum um helgina.

Fyrr í kvöld var komið að frumraun hans með West Ham í ensku deildinni og nýttu lærisveinar hans marktækifærin sem þeim buðust ótrúlega vel.

„Þetta eru stórkostleg stig fyrir okkur, sérstaklega miðað við hversu marga leikmenn vantar í hópinn vegna meiðsla. Þetta var alvöru liðsframmistaða þar sem við þurftum að þjást mikið og hafa heppnina með okkur í liði, en við vorum með frábæra hápressu og tókst að skora þrjú mörk sem ég er mjög ánægður með," sagði Potter að leikslokum.

„Við vorum langt frá því að vera fullkomnir í þessum leik en við erum að byggja góðan grunn. Það er mikilvægt að geta þjáðst saman sem lið þar sem leikmenn eru allan tímann að berjast fyrir hvorn annan. Við byrjuðum leikinn ekki sérlega vel en náðum svo að skora þessi tvö mörk eftir góða pressu, þó það megi segja að mörkin hafi komið gegn gangi leiksins. Eftir mörkin voru stuðningsmennirnir komnir á okkar band og það hjálpaði okkur mikið.

„Við erum að spila þrjá leiki á viku þannig það er erfitt að gera nokkuð annað en að undirbúa leikmenn líkamlega fyrir næsta leik hverju sinni. Við förum að vinna í öðrum hlutum þegar við höfum tíma til þess. Í kvöld var mikilvægt fyrir okkur að þétta vörnina og verjast sem liðsheild og það tókst. Strákarnir lögðu allt í sölurnar og uppskáru sigur."


Potter tók við starfinu hjá West Ham eftir eitt og hálft ár frá fótboltaheiminum, eftir að hann var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl 2023.

„Ég er ánægður með að hafa fundið rétt starf eftir langa fjarveru úr fótboltanum. Eftir síðasta starf þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að þjálfa í 12 ár án þess að stoppa. Það tekur á að fara úr fjórðu deild í Svíþjóð alla leið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar, það var kominn tími á smá frí.

„Núna líður mér vel í nýju starfi, leikmenn og starfsfólk hafa tekið ótrúlega vel á móti mér og ég er virkilega sáttur með hugarfarið innan félagsins.

„Það er mikil vinna framundan hjá West Ham en þetta er stórkostlegt félag með frábæra stuðningsmenn og mikinn metnað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner