Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 15. febrúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Otamendi vill enda ferilinn hjá River Plate
Otamendi á 70 A-landsleiki að baki fyrir Argentínu. Hann lék með Velez Sarsfield í heimalandinu áður en hann flutti til Portúgal sumarið 2010.
Otamendi á 70 A-landsleiki að baki fyrir Argentínu. Hann lék með Velez Sarsfield í heimalandinu áður en hann flutti til Portúgal sumarið 2010.
Mynd: Getty Images
Argentínski varnarmaðurinn Nicolas Otamendi vill enda ferilinn hjá argentínska stórveldinu River Plate.

Frá þessu greinir Martin Sendoa, umboðsmaður Otamendi. Hann segir skjólstæðing sinn ekki vilja spila fyrir annað félag heldur en River Plate eftir að hann yfirgefur Manchester City.

Otamendi er nýorðinn 32 ára gamall en samningur hans við Man City rennur ekki út fyrr en eftir tvö ár.

„Nicolas vill ljúka ferlinum hjá River, hann langar svo mikið að spila fyrir félagið að hann er að deyja," sagði Sendoa við TyC Sports.

„Honum líður vel hjá Man City en ef allir aðilar komast að samkomulagi gæti hann skipt yfir í júní."
Athugasemdir
banner
banner
banner